Hátíðin

Júbílantahátíðin 2025 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 16. júní nk. Uppsetning hátíðarinnar verður með hefðbundnum hætti – húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk og lifandi tónlist.
Borðhald hefst kl 19:00.
Hátíðarmatseðill frá Bautanum/Rub23:
FORRÉTTUR: Forréttur og fordrykkur settur upp í „forrými íþróttahallarinnar“
tilbúið þegar gestir koma:
Forréttir 5 bitar á mann
Úrval af Sushi, spjótum og fleira góðgæti.

AÐALRÉTTUR: Grilluð nautalund í RUB23 kryddblöndu með sveppasoðgljáa,
smælki kartöflur, gljáðar gulrætur og brokkólíni
EFTIRRÉTTUR: Hvít súkkulaðimús, hindber, lakkrís, berjasósa

Tryggðu þér miða!
.