Nú eru rétt um 2 mánuðir í Júbílantahátíðina og undirbúningur á fullu. Miðasalan er ekki hafin en mun hefjast á næstu dögum.
Dagskrá kvöldsins er í mótun en er þannig:

– Húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk og lifandi tónlist frá Ludvig Kára tónlistarmanni sem leikur á jazzvíbrafón.

– Bautinn / Rub hefur sett saman hátíðarmatseðil sem er þannig:

FORRÉTTUR
– Sushi surf and turf, ristaður lax nigiri, sushi engifer og chili mayo
– Léttsteiktur lax með asísku eplasalati, pikklaðri agúrku og wakame-salati

AÐALRÉTTUR
Nautalundir með graskersmauki, gljáðum gulrótum og steinseljurót, fondant kartöflum og villisveppasósu

EFTIRRÉTTUR
Súkkulaðikaka, vanillurjómi og jarðaber

Þau sem vilja vegan eða pescatarian seðil, eða eru með ofnæmi, eru beðin um að senda póst á bautinn@bautinn.is með nafni og upplýsingum.

– Veislustjórar verða Jóhanna Jakobsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.

– Við óskum eftir því að fá skemmtiatriði, um 5-7 min að lengd, frá afmælisárgöngum, það mega vera tónlistaratriði, uppistand, dans eða annað. Fulltrúi 25 ára stúdenta mun halda hátíðarræðu kvöldsins.

– Á miðnætti munu hvítu kollarnir fjúka og fyrrum nýnemar bætast í hóp okkar MA júbílanta.

– Á stóra sviðinu munu Jónsi og Magni halda uppi gríðar góðri stemningu og á efri hæð spilar Jón Þorsteinn harmonikkuleikari ásamt 4. manna hljómsveit. Ballið hefst kl 23:00 og því lýkur kl. 03:00