Miðasala – 20 ára stúdentar

Miðasalan á júbílantahátíðina er hafin!

Hérna geturðu keypt miða fyrir þig og þína þannig að þú sitjir með uppáhalds fólkinu þínu, þínum afmælisárgangi úr MA. Mikilvægt er að velja réttan afmælisárgang þannig að sætafjöldi sé réttur.

Kaupa miða!

Miðarnir eru seldir í gegnum tix.is

Um Júbílantahátíðina

Júbílantahátíðin 2025 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 16. júní nk. Uppsetning hátíðarinnar verður með hefðbundnum hætti – húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk og lifandi tónlist.

Borðhald hefst kl 19:00.

Hátíðarmatseðill frá Bautanum/Rub23:

FORRÉTTUR: Forréttur og fordrykkur settur upp í „forrými íþróttahallarinnar“
tilbúið þegar gestir koma:
Forréttir 5 bitar á mann
Úrval af Sushi, spjótum og fleira góðgæti.

AÐALRÉTTUR: Grilluð nautalund í RUB23 kryddblöndu með sveppasoðgljáa,
smælki kartöflur, gljáðar gulrætur og brokkólíni

EFTIRRÉTTUR: Hvít súkkulaðimús, hindber, lakkrís, berjasósa

Þau sem vilja vegan/grænmetisrétt eru beðin um að senda upplýsingar um það á bautinn@bautinn.is og tilgreina afmælisárganginn sinn.