Sá sorglegi atburður átti sér stað vorið 1958 að fjórir nýstúdentar, MA piltar, fòrust í flugslysi á Öxnadalsheiði. Þeir hétu Bragi Egilsson, Geir Geirsson, Jóhann Möller og Ragnar Ragnars, allir fæddir árið 1937. Þeir höfðu útskrifast úr MA árið áður og ætluðu norður á hátíð í skòlanum á lítilli vél en einn þeirra var með einkaflugmannspróf, hinir voru allir á fyrsta ári í læknisfræði við HÍ. Ferðalaginu lauk á heiðinni og þeir létust allir.

Nú í sumar eru áform um að reisa minnisvarða um piltana á heiðinni og standa vinir og aðstandendur þeirra fyrir söfnun fyrir þessum minnisvarða, fyrir þá sem vilja taka þátt er kt. 251059-3819 og reikningsnr. 1187 05 252550 og taka við öllum framlögum með þakklæti. Reikningurinn er í nafni Braga Björgvinssonar.

Nánari upplýsingar um slysið má finna á timarit.is

Nánari upplýsingar um söfnunina veitir Laufey Egilsdóttir.